Vikudagur í dag

Kristinn Örn Jónsson þekkja flestir betur sem Tinna ökukennara en hann hefur starfað sem slíkur á Akureyri í 33 ár. Tinni byrjaði að kenna á fullu að nýju fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp þar sem hann var nær dauða en lífi. Vikudagur kíkti í heimsókn til Tinna.

-Dekkjarkurl á sparkvöllum hefur verið mikið í umræðunni og Vikudagur ræðir við formann íþróttaráðs Akureyrar um stöðuna á sparkvöllum bæjarins og hvort gripið verði til aðgerða.

-Oddur Helgi Halldórsson fyrrum bæjarfulltrúi er í nærmynd og matarkrókurinn á sínum stað.

-Raftákn fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og hefur fjárfest í rafmagnsbíl.

-Tinna Eiríksdóttir skrifar leiklistardóm um Vífið í Lúkunum í uppsetningu Leikfélags Hörgdæla.

Þetta og mun meira til í Vikudegi sem kemur út í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast