Vikurdagur kemur út í dag eftir sumarleyfi. Margvíslegt efni er þar að finna en nefna má viðtal við Sigríði Huld Ingvarsdóttur sem býr í Uppsala í Svíþjóð og sinnir þar myndlist af kappi. Hún sýnir verk sín um þessar mundir í Listaskálnum hjá BrúnirHorse í Eyjafjarðarsveit. Sigríður Huld málar mikið af dýramyndum, kindur, hesta og nú einnig fulgar eru gjarnan viðfangsefni hennar.
Veðrið hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska á norðanverðu landinu í sumar en það hefur áhrif á aðsókn í húsdýragarðinni Daladýrð. Rætt er við eigendur húsdýragarðins í blaði dagsins, en þar stendur yfir fræðslusýning um íslensku sauðkindina. Viðbótarbygging hefur verið tekin í notkun við leikskólann Álfastein í Hörgársveit. Kannað er hvort nýir aðilar gætu tekið yfir þá þjónustu sem SuperBreak bauð upp á, en það félag varð gjaldþrota í sumar og á bilin 7 til 10 þúsund Bretar sem hugðust koma til Akureyrar næsta vetur sitja heima með tilheyrandi áfalli fyrir ferðaþjónustuna í bænum.
Fiskidagurinn var haldinn með pompi og pragt um liðna helgi og sömuleiðis Handverkshátíð á Hrafnagili, en fjallað er um þessa viðburði í eyfirsku mannlífi í Vikudegi. Einnig er sagt frá framtaki Ferðafélags Akureyrar sem kom veglegri útsýnisskífu fyrir á Ytri Súlu, hús vikunnar er Hafnarstræti 82 og í Matarkróki má finna girnilegar uppskriftir sem Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar leggur til. Þá er spjallað við Maríu Pálsdóttur frumkvöðul um opnun Hælisins – seturs um berklana en sýningin var formlega opnuð í liðinni viku. Fullt af allskonar í Vikudegi sem fæst í næstu verslun en einnig er hægur vandi að gerast áskrifandi og fá blaðið inn um lúguna á hverjum fimmtudegi.