Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu.

Meðal efnis:

*Eigendur húsa við Spítalaveg og Tónatröð á Akureyri skrifa opið bréf til bæjarstjórnar og skipulagsráðs í blaðinu þar sem tillögum SS Byggis um nýbyggingu ofan Tónatraðar er mótmælt harðlega. Undir bréfið skrifa 20 íbúar. Er bæði mótmælt byggingaráformunum sjálfum og það hvernig þau eru fram komin.

*Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum í blaðinu.

*Silja Rún Reynisdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni á Húsavík og hefur starfað hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra síðan árið 2016. Nýverið var staða forvarnarfulltrúa hjá lögreglunni endurvakin og varð Silja fyrir valinu. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með Silju á dögunum og ræddi við hana um forvarnastarfið.

*Óskarsverðlaunahátíðin sem fram fer í lok apríl er orðin helsta hitamálið á Húsavík en eins og kunnugt er var lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire tilnefnt til Óskarsverðlauna. Silja Jóhannesdóttur stjórnarmeðlimur í Húsavíkurstofu og Hinriki Wöhler forstöðumaður sóttu nýverið um leyfi til byggðarráðs Norðurþings um að setja upp rauðan dregil í miðbæ Húsavíkur í tengslum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.

*Gísli Einar Árnason tannréttingasérfræðingur er matgæðingur vikunnar og kemur með nokkrar úrvalsuppskriftir í blaðið. Gísli Einar er Ísfirðingur en hefur búið á Akureyri síðan 2007.

*Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar bakþanka vikunnar og Ragnar Sverrisson kaupmaður og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður skrifa aðsendar greinar í blaðinu.

Þetta og mun meira til. Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjast