Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, það fyrsta á árinu 2021 og í blaðinu er farið um víðan völl. 

Meðal efnis:

*Nýtt ár er nú gengið í garð með vonum og væntingum um að árið 2021 verði okkur léttbærar heldur en árið sem kveðið var í kút um áramótin. Í þessu fyrsta blaði ársins er rætt við nokkra aðila sem rýna í nýja árið og hvers það væntir af árinu 2021.

*Íbúum í Hörgársveit fer fjölgandi og eru nú orðnir um 653. Við Lónsbakka er verið að byggja íbúðahverfi þar sem ætla má að íbúum fjölgi héðan í frá um 200-250 íbúa á næstu árum. Þá er verið að byggja á öðrum svæðum og hugur stendur því til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára.

*Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum í blaðinu.

*Sjálfskipaður stjörnuspekingur Vikublaðsins rýnir í stjörnurnar og gefur merkjunum 12 í dýrahringnum athyglisverð ráð.

*Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar í Matarhorninu endurspegla það.

*Inga Dagný Eydal skrifar bakþankapistil vikunnar og fjallar um áramótaheit.

*Konráð Erlendsson heldur um Áskorendapennan og kemur með áhugaverðan pistil.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast