Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 8. Október og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis í blaðinu:

*Ætti að skilgreina Akureyri sem borg? Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Vikublaðið hafði samband við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og fyrrum stjórnarformann Byggðarstofnunnar,  og ræddi við hann um hvort Akureyri ætti að vera bær eða borg.

*Eins og fram hefur komið hefur bæjarstjórn Akureyrar fella niður meiri-og minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Bæjarstjórnin gerði í kjölfarið með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Sala húsnæðis, endurskoðun launa æðstu embættismanna, hækkun gjaldskrár, skertur opnunartími, gjaldskylda í bílastæði og einföldu stjórnsýslunnar er meðal þess sem gera á til að rétta af rekstur Akureyrarbæjar. Vikublaðið spurði Hildi Jönu Gísladóttur oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar um nokkur atriði en ýmislegt er ennþá á umræðustig.

* Umferðin á Hringvegi í september dróst saman um heil 16,3 prósent sem er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Leita þarf aftur til ársins 2015 til að finna minni umferð í september á Hringvegi. Á Norðurlandi hefur umferð dregist mjög mikið saman það sem af er ári miðað við 2019.

*Ragna Baldvinsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna. Ragna er 29 ára og er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur og starfar sem íþróttakennari við Þelamerkurskóla, auk þess að þjálfa af og til í Training for Warriors. Ragna kemur nokkrar góðar og girnilega uppskriftir.

*Þráinn Árni Baldvinsson er líklega best þekktur sem gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár. Hann er einnig kennari að mennt og rekur sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þráinn er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum.

*Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan.

*Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps heimsóttu hvor aðra á dögunum til að kynna sér innviði sveitarfélaganna og bera saman bækur. Tilgangur var að skoða sameiginlega hagsmuni, aukið samstarf, sameiningarmál og hvað slíkt myndi þýða fyrir sveitarfélögin. Sveitarstjórnirnar voru sammála um mikilvægi þess að samtal eigi sér stað hvort sem það leiðir til formlegra viðræðna síðar meir, aukins samstarfs sveitarfélaganna, þátttöku fleiri sveitarfélaga eða óbreytts fyrirkomulags.

 

Þetta og margt fleira til í blaði vikunnar. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. 


Athugasemdir

Nýjast