Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 9. Júlí. Hægt er gerast áskrifandi með einföldum hætti með því að smella hér. Blaðið er einnig fáanlegt í völdum verslunum.

Meðal efnis í blaðinu:

-Gestur Davíðsson, varðstjóri í fangelsinu á Akureyri, segir í samtali við Vikublaðið að þungt hljóð sé í starfsfólki eftir að dóms­málaráðuneytið grein­di frá því að fang­els­inu á Ak­ur­eyri verði lokað um mánaðarmótin. Gestur segir atvinnuleysi blasa við fangavörðunum og engin þeirra hyggjast þiggja boð um starf fyrir sunnan.

-Eins og áður hefur komið fram hefur 80 starfsmönnum PCC á Bakka verið sagt upp og slökkt verður á báðum ofnum kísilverksmiðjunnar um mánaðarmót. Stefnt er á að hefja framleiðslu á ný þegar betur árar á markaði. Í ágúst verður hafist handa við ýmsar endurbætur á verksmiðjunni.

-Tónlistarmaðurinn Summi Hvanndal gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Ljósastaurar lífsins og er hún nú aðgengileg á helstu streymisveitum. Platan var styrkt af Hljóðritasjóði. Summi er einn af Hvanndalsbræðrum sem hafa heillað land og þjóð með spilamennsku undanfarin ár en sveitin hefur gefið út fjölmargar plötur. Vikublaðið forvitnaðist um sólóverkefni Summa og rabbaði við hann um tónlist.

-Í Hús vikunnar hjá Arnóri Blika Hallmundssyni er komið að öðrum hluta um Sundlaug Akureyrar.

-Fyrsta ferming vorsins 2020 í Húsavíkurkirkju fór fram laugardaginn 20. júní. Alls sex ungmenni fermdust þennan dag en einnig verða tvær fermingar í lok ágústmánaðar.

-Jón Birgir Tómasson matreiðslumaður á Múlabergi á Akureyri sér um Matarhornið þessa vikuna.

-Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna sem legið hefur í loftinu frá 2018. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir í samtali við Vikublaðið að með samrunanum eigi að styrkja hverja vinnslustöð fyrir sig.

-Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti starfsfólk hjá PCC á Bakka sem sér fram á atvinnumissi og óvissu.

-Gönguskíðafólk á Húsavík hefur um nokkurra ára skeið stundað íþrótt sína af miklum móð við Gyðuhnjúk á Reykjaheiði en svæðið hefur að mestu verið byggt upp af áhugafólki.

Þetta og meira til í Vikublaðinu.


Athugasemdir

Nýjast