28. maí, 2014 - 17:58
Fréttir
Mynd/Þröstur Ernir
Þann 1. september næstkomandi verða gerðar breytingar á starfsemi vöruhúss Vífilfells í verksmiðjunni að Furuvöllum Akureyri. Þremur starfsmönnum vöruhússins hefur verið sagt upp störfum vegna þessa. Um er að ræða lið í heildarendurskoðun og hagræðingu í vöruhúsa- og dreifingarstarfsemi Vífilfells, en fyrr á þessu ári var vöruhúsi fyrirtækisins við Vatnagarða í Reykjavík lokað.
Ástæða breytinganna er aukin hagræðing sem næst með þessu í vöruhúsastarfsemi og flutningum fyrirtækisins. Ekki er gert ráð fyrir neinni frekari fækkun starfsmanna hér fyrir norðan. Alls starfa nú á þriðja tug starfsmanna í framleiðslustöð Vífilfells á Akureyri, segir í tilkynningu.