Viðvörunarbjöllur á lofti

Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Menntamálaráðherra hefur boðað sérstakt þjóðarátak í læsi þar sem lagt er upp með að níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 geti lesið sér til gagns. Á Akureyri hófst átakið í gær með fjölmennri læsisráðstefnu í Brekkuskóla sem ber heitið „Læsi er lykillinn“. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir átakið afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess  að skólar á Akureyri hafa ekki komið nægilega vel út úr samræmdum prófum.

Í öllum þremur bekkjunum sem taka samræmd próf, 4., 7. og 10. bekk, eru skólar á Akureyri undir landsmeðaltali nema í íslensku í 4. bekk. Rætt er við Soffíu Vagnsdóttur um lestrarátakið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast