Viðurkenningin kallast „Vegvísirinn" og verður veitt eftirtöldum:
Johan Holst, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga
Johan hefur tekið stígagerð í nýjar víddir og skapað umhverfi sem er á við það sem best þekkist í Evrópu. Er
nú svo komið að hópar allstaðar af landinu koma gagngert til þess að hjóla og njóta útivistar í Kjarnaskógi á
stígum þeim sem Johan hefur hannað og búið til. Frumkvæði og framkvæmdargleði Johans er sérstaklega eftirtektarverð og öðrum
til eftirbreytni.
Rúnar Þór Björnsson, formaður siglingaklúbbsins Nökkva
Rúnar hefur um áratugaskeið unnið óeigingjarnt starf við uppbyggingu siglingarstarfs á Pollinum og víðar. Rúnar hefur verið
vegvísir starfs þess sem fram fer í Nökkva og gengið þannig til verks að eftir er tekið um land allt. Frumkvæði og framkvæmdagleði
Rúnars er sérlega eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli
Guðmundur Karl hefur leitt þróun Hlíðarfjalls í það að vera frábært skíða- og snjóbrettasvæði. Er
nú svo komið að Hlíðarfjall er raunhæfur kostur í alþjóðlegu samhengi og fyrirmynd annarra skíðasvæða í landinu.
Akureyri er nú vinsælasti áfangastaður allra skíða- og snjóbrettaiðkenda á Íslandi. Frumkvæði og
framkvæmdagleði Guðmundar Karls er sérlega eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni.