23. nóvember, 2009 - 15:01
Fréttir
Hreppsnefnd Arnarneshrepps og sveitarstjórn Hörgárbyggðar hafa samþykkt að kannaðir verði möguleikar, kostir og gallar, á sameiningu
sveitarfélaganna. Axel Grettisson og Jón Þór Brynjarsson voru kjörnir í samstarfsnefnd fyrir hönd Arnarneshrepps og Helgi Steinsson og Birna
Jóhannesdóttir fyrir hönd Hörgárbyggðar.