16. júní, 2007 - 19:08
Fréttir
Umtalsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna kvöldsins og næturinnar sem í hönd fer, vegna skrílsláta og óeirða sem urðu í bænum og á tjaldsvæðinu að Hömrum s.l. nótt. Lögreglumenn á frívöktum og í sumarleyfum hafa verið kallaðir til starfa. Eins og fram hefur komið hér á vikudegi.is gekk muikið á s.l. nótt með líkamsárásum og fjöldaslagamálum auk þess sem lögreglan þurfti að sinna illindum í heimahúsum. Vegna þess að fjölgað hefur í bænum síðan í gær eru menn viðbúnir hinu versta í nótt, enda segir lögreglan að heklgin hafi byrjað líkt og um verslunarmannahelgi væri að ræða og þannig þá meint að almenn ölvun og slæmt ástand hafi verið mikið.