Víða komið við í Skarpi í dag

Forsíðumynd Skarps í dag er tekin af Sigfúsi Sigfússyni og snáðarnir á myndinni við Húsavíkurhöfn er…
Forsíðumynd Skarps í dag er tekin af Sigfúsi Sigfússyni og snáðarnir á myndinni við Húsavíkurhöfn eru synir hans.

Skarpur kemur út í dag og þar er víða leitað fanga. Greint er frá Húsvíkingum sem óku gagngert suður á mótmælafund á Austurvelli og heim aftur samdægurs. Rætt er við athafnamanninn Guðmund Vilhjálmsson sem nýverið festi kaup á fyrirtækinu Garðvík ehf á Húsavík. Anna Ásmundsdóttir skrifar skemmtilega grein um ótrúlegar tilviljanir sem tengjast henni og Guðjohnsenum.

Gerð er grein fyrir gangi mála í göngunum. Gantast með hugmynd um auðmannaíbúð í Húsavíkurvita. Rifjaðir upp ógleymanlegir útgáfutónleikar hinar goðsagnakenndu hljómsveitar Gloríu árið 1995. Þingeyingur vikunnar skrifar frá USA.

Og við sögu koma einnig óféti í útlöndum, listin að ljúga á ensku, krosstré sem bregðast, tunglið, Tortola og margt, margt fleira yndislegt og áhugavert er í Skarpi dagsins. JS

Nýjast