Skarpur er kominn út í dag og þar víða komið við að venju. Birkir Fanndal fjallar skemmtilega um 90 ára afmæli Dísu í Reykjahlíðarkirkju. Litið er inn á Ljóðasýninguna barnanna í Bókasafninu á Húsavík. Fjallað um merkilegt brautryðjendastarf Lionsmanna á Húsavík og Heilbrigðisstofnunar sem hafa í 4 ár boðið öllum 55 ára Þingeyingum upp á ókeypis ristilspeglun. Lundar hönnuðarins Sigurjóns Pálssonar eru kynntir til sögunnar. Rætt við söngkonuna Hólmfríði Benediktsdóttur um tónleikana „Frá Berlín til Broadway.“ Yfirtaka Samskipa á eðalfyrirtækinu Údda er til umfjöllunar. Íslandsmeistarinn í póker er Þingeyingur í þaula þessa vikuna. Og við sögu koma einnig Edda og Vikapiltarnir, tónskáldið Steingrímur Þórhallsson, sérkennilegir jólasveinar, Jólasíld, fálki, óknyttir til forna, vinsælar íslenskar dýramyndir og margt fleira. JS