Víða hálka vegum landsins

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli og hálka á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er á Láheiði. Hálka er á Víkurskarði. Snjóþekja er við Mývatn og í kringum Húsavík. Hálka og éljagangur á Mývatnsöræfum. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi. Þæfingsfærð er á Hálsum og fyrir Melrakkasléttu.  

Austanlands er hálka á Möðrudalsöræfum og ófært á Hellisheiði eystri. Snjóþekja er á Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði. Hálka er á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddskarði. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði. Ófært er á Öxi. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálka er á Fróðarheiði. Á Vestfjörðum er hálka í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði og um Arnkötludal. Hálkublettir er á Ströndum. Þungfært er norðan Bjarnafjarðar. Hálka er á Gemlufallsheiði. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði og í Trostansfirði. Hálka er á Hálfdán og hálkublettir á Kleifaheiði og á Klettsháls. Ófært er um Tröllatunguheiði og Þorskafjarðarheiði. Á Suðausturlandi eru vegir auðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Nýjast