Víða hálka og hálkublettir á vegum landsins

Á Norðaurlandi eystra er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og hálka á Árskógsströnd og Mývatnsöræfum. Hálkublettir á Víkurskarði og flestum öðrum leiðum. Á Norðurlandi vestra er víða hálka, hálkublettir og éljagangur. Snjóþekja er á Vatnsskarði og snjóþekja og éljagangur er á Siglufjarðarvegi, samkvæmt uppýsingum Vegagerðarinnar.  

Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Borgarfirði, á Mýrum og á Bröttubrekku. Hálkublettir eru á Vatnaleiði og snjóþekja og éljagangur á Fróðárheiði. Hálka og hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

Á Vestfjörðum er snjóþekja á flestum leiðum í kringum Ísafjörð. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka og éljagangur er á Hálfdáni, Mikladal og Kleifaheiði. Hálkublettir á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

Á Suðausturlandi er hálka á milli Skaftafells og Kvískerja en hálkublettir á öðrum leiðum. Á Suðurlandi eru hálkublettir á Reykjanesbraut og á Reykjanesi. Hálka á Hellisheiði, í Þrengslum og í uppsveitum Árnessýslu. Hálkublettir er á Sandskeiði og víða á suðurlandi.

Nýjast