Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi. Hálka og skafrenningur er svo á Mývatnsöræfum. Snjóþekja og snjókoma er á öllu Norðausturhorninu. Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði en einnig er hálka á Þverárfjalli og á Vatnsskarði. Hálkublettir og éljagangur er við Blönduós. Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði og hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja og snjókoma er á Fagradal og Oddskarði. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum. Þungfært og snjókoma er á Breiðdalsheiði og Öxi. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Hálka og skafrenningur er í Svínadal. Hálkublettir og þoka er svo á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettsháls. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi en hálkublettir og éljagangur er á Þröskuldum. Annars er víðast hvar hálkublettir. Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.