Í gærkvöld var snjósleðaspyrna á Leirutjörn og í morgun voru það mótorhjólamenn sem reyndu fyrir sér á blautu svellinu á Leirutjörn. Dagskráin heldur áfram í dag en hátíðinni lýkur á morgun sunnudag. Opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, þar er fjöldi fólks en opið er til kl. 16.00.