Vestfirskur plokkfiskur og eldbökuð föstudags pizza

Gísli Einar Árnason og fjölskylda.
Gísli Einar Árnason og fjölskylda.

„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast