Verulegur skortur á sérfræðilæknum

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Fimmtán sérfræðinga í hinum ýmsu greinum vantar til starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu misserin þannig að staðan verði ásættanleg. Þetta er nærri fjórðungur núverandi stöðugilda. Til þessa hefur tekist að halda úti þjónustu með tímabundnum lausnum, en að sögn framkvæmdastjóra lækninga hjá SAk er það ekki hægt til lengdar án þess að það bitni á þjónustunni. Mest er þörfin við barnalækningar, skurðlækningar og bæklunarskurðlækningar, en þar er og verður vandinn mestur. Nánar er fjallað um þetta mál í prentúgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast