Verulegt tjón á grónu landi vegna utanvegaaksturs

Borist hafa upplýsingar um utanvegaakstur á merktri braut ofan viðbótarsvæðis KKA í Hlíðarfjalli og náðst hafa myndir af bifhjólamönnum langt utan svæðis KKA. Full ástæða er til að stöðva þennan utanvegaakstur, segir í bókun skipulagsnefndar frá því í morgun.  

Skipulagsnefnd hefur kynnt sér gögn þau er fylgja til upplýsinga undir liðnum. Ljóst er að verulegt tjón hefur verið unnið á grónu landi utan svæðis sem skipulagsnefnd úthlutaði til bráðabirgða. Skipulagsnefnd óskaði eftir að gerð verði skoðun á umræddum skemmdum og tjónið metið. Nefndin harmar að bráðabirgðaúthlutun hennar hafi orðið til þess að umrætt tjón varð á grónu, ósnortnu landi utan svæðis sem heimilað hafði verið til notkunar fyrir enduro- og hjólabraut og væntir þess að þeir sem hlut eigi að máli tryggi að slíkt endurtaki sig ekki. Skipulagsnefnd fer fram á við KKA að þeir girði af suðurmörk þess svæðis sem skipulagsnefnd úthlutaði til bráðabirgða.

Nýjast