Rekstur Hlíðarfjalls var þungur á nýliðnum vetri og tekjutap var um 40 milljónir undir kostnaðaráætlun. Sem dæmi hljóðaði áætlun um sölu lyftumiða upp á 101 milljón en var 74 milljónir. Tæplega 47 þúsund skíðaheimsóknir voru í Hlíðarfjalli í vetur samanborið við 60 þúsund gesti í fyrravetur. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir óhagstætt veðurfar hafi komið illa við reksturinn. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev