Vertíðin hafin í Matartorgi

Á hverju hausti hefst nýtt tímabil í Matartorgi. Eins og venjulega gekk mjög vel að koma Matartorgi í gang í öllum skólunum sem eru að nota kerfið. Mikill fjöldi af nýjum foreldrum bættust við og bjóðum við þau velkomin í hóp ánægðra Matartorgs notenda.
Sú breyting varð á í haust að nú er hægt að panta annaráskrift sem er ódýrara en að panta mánuð í einu.
Einnig var notkun Stundvísi í skólum hætt og var því ekki hægt að lesa nemendaskrána í Matartorg með sama hætti og venjulega. Haft var samband við Mentor og eru nú upplýsingar um nemendur keyrðar úr gagnagrunninum sem þar er. Samskiptin við Mentor gekk vonum framar og var hægt að keyra listann frá þeim vandræðalaust inní Matartorg. Frekari þróun felur í sér beintengingu við Mentor þar sem breytingar í bekkjum skila sér samstundis inn í Matartorgið.

Nýjast