Verslunin fari í burtu

Höskuldur Stefánsson eigandi verslunarinnar Síðu í Síðuhverfi á Akureyri, er allt annað en ánægður með að þurfa að koma sér í burtu með allt sitt hafurtask, þar sem verktaki sé að fara að byggja stúdentagarða í nágrenni við verslun hans. ,,Þetta er ekkert annað en frekja og yfirgangur," sagði Höskuldur í samtali við Vikudag fyrir helg.. Hann segist þó hafa vitað af því að sá dagur kæmi að verslunin þyrfti að víkja. ,,Mér hefur hins vegar ekkert verið tilkynnt um það hvenær það þyrfti að gerast og fyrir hvaða tíma. Svo birtist Páll Alfreðsson verktaki bara hjá mér og heimtaði þetta allt í burtu," segir Höskuldur. Hann segist hafa leitað sér lögfræðiaðstoðar. ,,Ég veit ekkert hvað verður um frekari verslunarrekstur hjá mér, það var á sínum tíma rætt um að ég myndi fá verslunarpláss í stúdentagörðunum en nú virðist enginn kannast við það," segir Höskuldur.

Nýjast