Verslanir sektaðar fyrir að trassa verðmerkingar

Akureyri
Akureyri

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á Akureyri þar sem verðmerkingar í verslunum þeirra eru ábótavant. Neytendastofa fór í eftirlitsskoðun norður og fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda verslana og sölustaða á Akureyri, annars vegar í júlí og hins vegar í desember í fyrra. Við eftirlitið kom í ljós að valdar verslanir trössuðu verðmerkingar.

Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga í verslunum á Akureyri hins vegar batnað verulega. Nokkrar verslanir höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin.

Þau fyrirtæki sem um ræðir eru N1 Hörgárbraut, Hárkompan, Halldór Ólafsson og Samkaup Strax vegna verslana að Borgarbraut og Byggðavegi. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.  

Nýjast