Verri þjónusta blasir við börnum

Enginn barna- og unglingageðlæknir verður starfandi á Norður- og Austurlandi frá og með næstu mánaðamótum. Páll Tryggvason, barna- og unglingageðlæknir á Akureyri, hefur rekið einkastofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vetur í samstarfi við Eyrúnu K. Gunnarsdóttur sálfræðing en um tímabundinn leigusamning var að ræða sem rennur út þann 31. maí næstkomandi. Eyrún mun einnig láta af störfum.

Samkvæmt heimildum Vikudags á SAk í viðræðum við Landspítalann um að BUGL sinni þessari þjónustu frá Reykjavík.

Áætlað er að tveir barnalæknar komi norður tvo daga í mánuði. Aðilar sem Vikudagur hefur rætt við og þekkja til málsins segja að þjónustan muni skerðast verulega með þessu fyrirkomulagi og verði í engri líkingu við það sem áður var.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

Nýjast