23. nóvember, 2009 - 23:01
Fréttir
Sveitarstjórn Arnarneshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að leigja Verksmiðjufélaginu, mjölhúsið á Hjalteyri í
allt að 10 ár. Í leigusamningnum sem gerður verður á milli sveitarfélagsins og Verksmiðjufélagsins verður uppsagnarákvæði
að beggja hálfu með árs fyrirvara. Verksmiðjufélagið hefur haft afnot af mjölhúsinu og staðið þar fyrir menningarviðburðum af
ýmsu tagi.