Verkfall lamar tónlistarstarf

Mynd/Þorgeir Baldursson
Mynd/Þorgeir Baldursson

Flestir kennarar í Tónlistarskólanum á Akureyri eru í Félagi tónlistarkennara sem hóf  verkfall í dag. Alls eru 36 kennarar í Tónlistarskólanum og aðeins sex þeirra eru í öðrum stéttarfélögum. Starfsemi skólans mun því lamast. Alls eru 390 börn í Tónlistarskólanum á Akureyri. Um 93% kennara höfðu samþykkt verkfall í dag ef ekki hefði tekist að semja fyrir þann tíma við Samband íslenskra sveitarfélaga.  

Nýjast