Verkfall hefði lamandi áhrif

Akureyrarbær.
Akureyrarbær.

Komi til verkfalls meðal félagsmanna Einingar-Iðju, sem er stærsta stéttarfélagið í Eyjafirði, hefði það lamandi áhrif á atvinnulífið á svæðinu. Þetta segir Björn Snæbjörnsson formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins. Um 7.300 félagsmenn eru í Einingu- Iðju og starfa margir þeirra í fjölmennustu fyrirtækjum svæðsins.

Eins og fram kom í aðsendri grein sem Björn ritaði í Vikudag í síðustu viku styðja 65% félagsmanna hugsanlegar verkfallsaðgerðir í komandi kjaraviðræðum en gildandi kjarasamningar renna út í lok febrúar.

Þetta voru niðurstöðir viðamikillar könnunnar sem Capacent vann fyrir Einingu-Iðju og var fólk sérstaklega spurt um hvort viðkomandi væri tilbúinn að taka þátt í verkfallsaðgerðum til að knýja á um bætt kjör. Rætt er við Björn Snæbjörnsson um niðurstöðurnar í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast