Verkefnið hjólað í vinnuna hefst á morgun

Hjólað í vinnuna, verkefni ÍSÍ hefst á morgun, miðvikudaginn 5. maí og stendur til 25. maí nk.  Verkefninu verður ýtt af stað með viðhöfn bæði í Reykjavík og á Akureyri.  Á Akureyri safnast hjólafólk saman við austurinngang Glerártorgs eins og fyrir ári.   

Bæjarstjórinn á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, flytur ávarp í anddyri Glerártorgs kl. 08.30. Svo verður verkefnið ræst með því að hjólað verður af stað austan við Torgið. Það eru allir hvattir til að mæta á hjóli og að sjálfsögðu með hjálm.   

Nýjast