„Verður skemmtilegt ferðalag“

Héðinn Jónsson mátaði íþróttagallann sem íslensku keppendurnir á Special Olympics munu klæðast við s…
Héðinn Jónsson mátaði íþróttagallann sem íslensku keppendurnir á Special Olympics munu klæðast við setningarathöfn leikanna.

„Ég hlakka mikið til, þetta verður mjög skemmtilegt ferðalag,“ segir Héðinn Jónsson, 27 ára gamall Akureyringur sem hélt í vikunni til Los Angeles Kaliforníu í Bandaríkjunum en hann var einn þeirra sem valinn var til þátttöku í Special Olympics sem þar fara fram. Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum og fóru fyrstu leikarnir fram árið 1968.

Markmið þeirra er að bjóða upp á íþróttatilboð fyrir fólk með þroskahömlun. Þátttakendur frá Akureyri eru alls 5, tveir keppa í sundi, einn í boccia og Héðinn og María Dröfn Einarsdóttir keppa í frjálsum íþróttum, María í 400 metra hlaupi og langstökki og Héðinn í 100 metra hlaupi og langstökki. Nánar er fjallað um málið og rætt við Héðinn í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast