Verður nýtt Ráðhús byggt á Akureyri?

Ráðhúsið á Akureyri.
Ráðhúsið á Akureyri.

Akureyrarbær mun fara í greiningarvinnu á næsta ári um hvort fýsilegt sé að byggja nýtt Ráðhús sem mynd þá hýsa alla starfsemi bæjarins. Akureyrarbær hefur skrifstofur á þremur stöðum í dag; í Ráðhúsinu, á Glerárgötu og í Rósenborg.

Fram kom á bæjarstjórnarfundi í byrjun desember að á árinu 2022 sé gert ráð fyrir 500 milljónum til að hefja byggingu á nýju Ráðhúsi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að meta þurfi kostnaðinn við að laga og stækka núverandi Ráðhús, byggja nýtt eða færa aðsetrið í annað húsnæði.

„Við gerum ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætluninni ef það verður niðurstaðan að byggja nýtt húsnæði. En það liggur engin ákvörðun fyrir. Það hefur staðið til lengi að fara í endurbætur á Ráðhúsinu sem eru mjög kostnaðarsamar. Við viljum skoða aðra kosti, meta þörfina og sjá hvað sé hagkvæmast að gera. Ég reikna með að þeirri vinnu ljúki á næsta ári,“ segir Halla Björk.


Athugasemdir

Nýjast