HK og KA mætast í kvöld í Fagralundi í öðrum leik liðanna í úrslitum MIKASA-deildar karla í blaki. KA leiðir
einvígið 1:0 og getur með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
KA vann fyrsta leik liðanna 3:2 í KA-heimilinu á mánudaginn var í hörkuspennandi leik. Takist HK að vinna í kvöld og knýja
fram oddaleik fer sá leikur fram á Akureyri á laugardaginn kemur.
Jólahlaðborð eru gríðarlega vinsæl meðal landsmanna í aðdraganda jóla. Múlaberg á langa hefð að baki og er sennilega stærsti aðilinn á Norðurlandi á því sviði. -segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir, einn af eigendum og veitingastjóri á Múlabergi
Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?
Áramót eru tími uppgjörs og nýrra væntinga. Þegar við kveðjum árið sem er að líða og horfum fram á árið 2026 gefst okkur tækifæri til að staldra við, líta yfir farinn veg og velta fyrir okkur framtíðinni í Hörgársveit.
Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN tók saman það helsta sem einkenndi starfsemi HSN á árinu sem er að líða.
Það er engum blöðum um það að fletta að rekstur heilbrigðisþjónustu er afar krefjandi og er rekstur HSN á liðnu ári þar engin undantekning. Rekstrarlega stóðum við frammi fyrir áskorunum, þar á meðal verulegan halla bæði á síðasta ári og líðandi ári, sem stafaði að stórum hluta af ófjármögnuðum kjara- og stofnanasamningum. Þrátt fyrir það tókst okkur að viðhalda og styðja við áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að tryggja stöðugleika í rekstri með breytingum á skipulagi og öflugri teymisvinnu, með aukinni áherslu á stafræna ferla með það að markmiði að bæði lækka kostnað en samtímis efla þjónustu.
Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið á duglegri hreyfingu. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.