Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands?

Í kvöld kl. 20.00  bjóða Rannís og Háskólinn á Akureyri í Vísindakaffi á veitingastaðnum Friðiki V á Akureyri undir yfirskriftinni; Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands?   Þetta er gert í tilefni af Evrópuviku vísindanna.  

Spekingar frá Háskólanum á Akureyri, þeir: Hreiðar Þór Valtýsson, lektor, Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor og Steingrímur Jónsson, prófessor, munu spjalla um auðlindir Eyjafjarðarsvæðisins í víðasta skilningi og velta fyrir sér hvort og hvernig Eyjafjörður muni geta leitt okkur til velsældar um ókomna framtíð. Eftir stutt spjall frá spekingunum mun útvarpsmaðurinn góðkunni, Pétur Halldórsson, stýra umræðum. Allir eru velkomnir að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi spjalli og þiggja kaffi og með því.

Nýjast