„Ég er að grafa skurð sem á að veita Gleránni norður fyrir bæinn. Ég ætla mér að rækta allt land umhverfis bæinn í vor og þess vegna vil ég vera búinn að gera þennan skurð. Hugsanlega verður hann nýttur í framtíðinni sem aðrennslisskurður fyrir virkjun en það er ekki meiningin að láta Eyjafjarðarána renna eftir skurðinum og það munu engin seyði komast inn í hann. Einnig er ætlunin að útbúa litla tjörn suður undir Gleráreyrum og aðra hér norðan við bæinn. Á Gleráreyrunum ætla ég mér að taka efni til vegagerðar og er ég búinn að moka upp nokkru efni þar. Ég ætla mér að stunda hér virkjanaframkvæmdir en þetta er ekki hluti af þeim og ég mun ekki fara í neinar leyfisskyldar virkjanir nema leyfi fáist fyrir þeim að sjálfsögðu. Ég mun fljótlega kynna fyrir ykkur litla rennslisvirkjun sem er á teikniborðinu og á að vera staðsett fram í Brúsahvammi," sagði Aðalsteinn í bréfi sínu.