Verður áfram á Laxamýri
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað þrjá nýja forstjóra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni á Suðurlandi, Vestfjörð- um og á Norðurlandi. Forstjórarnir taka við nýjum sameinuðum heilsugæslustöðvum sem allar taka til starfa 1. október. Jón Helgi Björnsson verður forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Jón Helgi er búsettur á Laxamýri skammt frá Húsavík og reiknar með að vera þar áfram. Formaður bæjarráðs Akureyrar, segir heppilegra ef forstjóri stofnunarinnar væri staðsettur á Akureyri.
-þev