Vinni Akureyri í kvöld og FH tapar gegn Val er deildarmeistaratitillinn í höfn hjá norðanmönnum.
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, reiknar með erfiðu liði Hauka í kvöld sem þurfa nauðsynlega á tveimur stigum að halda.
„Þeir eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina og verða án efa erfiðir. Við þurfum hins vegar að vera með einbeitinguna á fullu. Það er ekkert komið í hús hjá okkur ennþá og við þurfum að halda áfram að ná í stig," segir Atli.
Aðrir leikir kvöldsins í N1-deildinni eru:
kl. 19.30 Fram – Selfoss | Framhús
kl. 19.30 FH – Valur | Kaplakriki
kl. 19.30 Afturelding – HK | Varmá
Nánar er hitað upp fyrir leik Akureyrar og Hauka í kvöld og rætt við Atla í Vikudegi í dag.