01. febrúar, 2007 - 14:38
Fréttir
Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum tveimur vikum er kominn til meðvitundar. Manninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan, eða allt þar til í dag, og eru menn nú vongóðir um að honum muni heilsast vel. Eins og fram kom á sínum tíma grófst maðurinn tvo metra í flóðinu en félagar hans voru snarir við að grafa hann upp og blása í hann lífi.