Vélsleðamaður slapp með minniháttar áverka
Betur fór en á horfðist þegar maður á vélsleða slasaðist í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um fjögurleytið í gær. Maðurinn var fluttur með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri og dvelur nú á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu hlaut maðurinn minniháttar áverka og þurfti ekki að fara í aðgerð. Alls tóku um fimmtíu björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðunum í gær, auk lögreglu-og sjúkraflutningsmanna. Ekki er vitað nákvæmlega hver orsök slyssins var.
-þev