Nýlegum vélsleða af gerðinni Yamaha Nytro árgerð 2009 var stolið á Akureyri í gærmorgun. Vélsleðinn stóð úti á geymslusvæði við Óseyri og klippti þjófurinn gat á öryggisgirðingu til að ná sleðanum út. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en engar vísbendingar liggja fyrir um hver var að verki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er óvanalegt að vélsleðum sé stolið á svæðinu en ljóst er að sleðanum hafi verið ekið stuttan spöl eftir komið var út úr girðingunni og þaðan hafi sleðinn var settur á kerru eða pall.
Þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 444-2800.