Vel sótt í mótefnamælingar á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Mótefnamælingar hófust hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri í byrjun vikunar vegna Covid-19 og hefur verið vel sótt í mælingar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa komið um 30 einstaklingar á dag fyrstu þrjá dagana.

Fólk getur pantað sér tíma í blóðprufu án tilvísunar frá lækni og óskað eftir þessari mælingu og greiðir fólk fullt gjald fyrir mælinguna. Svörin við mótefnamælingunni birtast á vef Heilsuveru innan sólarhrings.

Þá hófust mótefnamælingar hjá Læknastofum Akureyrar í gær og verður boðið upp á mælingar þrjá daga þessa vikuna frá 9-12. Í framhaldinu verða mótefnamælingar alla þriðjudaga frá níu til tólf. Ingibjörg Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar, segir í samtali við Vikublaðið að vel sé sótt í mælingar. „Það komu 25 einstaklingar fyrsta daginn og þetta er búið að vera svipuðu róli í dag. Við hvetjum fólk til þess að nýta sér þetta,“ segir Ingibjörg.


Athugasemdir

Nýjast