Vekja athygli á heilbrigðismálum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Dagur Sjúkrahússins  verður haldinn á Glerártorgi í dag milli kl. 14 og 16. Að deginum standa Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri og Glaumur, starfsmannafélag Sjúkrahússins. Þar verður starf hollvinasamtakanna kynnt, tekið á móti nýjum félögum, boðið upp á mælingar á blóðþrýstingi og blóðsykri og súrefnismettun auk þess sem bangsar og dúkkur verða „skoðuð“.

Nýjast