27. maí, 2007 - 11:21
Fréttir
Þrír menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt og fram á morgun, en þeir veittust að lögreglumönnum sem voru við störf í miðbænum í nótt. Talsverður fjöldi fólks var í miðbænum þegar kom fram á nóttina og mikill erill hjá lögreglu. Mennirnir þrír hindruðu lögreglumenn að störfum en slíkt er litið alvarlegum augum.