Veiðifélag Mývatns fær fulltrúa í nefnd um málefni Mývatns

Við Mývatn. Mynd /JS
Við Mývatn. Mynd /JS

Formanni Veiðifélags Mývatns hefur verið bætt við samstarfshóp umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um ástand Mývatns. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Upphaflega gerði ráðuneytið ekki ráð fyrir fulltrúa frá veiðifélaginu í hópnum sem er ætlað að safna saman lykilupplýsingum um ástand Mývatns.

Í samtali við Morgunblaðið segir Helgi að bent hafi verið á að undarlegt væri að veiðifélagið ætti ekki fulltrúa í nefndinni. Þeir sem að nefndinni koma hafi verið sammála því.

Nefndina skipa því eftirfarandi aðilar:

Hugi Ólafsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn
Bragi Finnbogason, formaður stjórnar Veiðifélags Laxár og Krákár
Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
Hjördís Finnbogadóttir, fulltrúi Fjöreggs - félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit
Helgi Héðinsson, formaður Veiðifélags Mývatns

Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, mun vinna með hópnum og er gert er ráð fyrir að hann skili samantekt til ráðherra fyrir 17. júní.

Hlutverk hópsins er að draga saman bestu fáanlega þekkingu um:

  • ástand Mývatns og Laxár og lífríkis þess og þann vanda sem við blasir þar sérstaklega nú
  • hverjar séu helstu uppsprettur næringarefna sem berast í Mývatn og líklegar orsakir þess vanda sem nú er við að eiga
  • hvaða aðgerðir koma til greina til að reyna draga úr ofauðgun og bakteríublóma í vatninu
  • hvernig unnt sé að bæta vöktun og upplýsingagjöf um ástand vatnsins og lífríki þess

Nýjast