Veiddi sama fiskinn tvisvar

Jón Gunnar með bleikjuna í byrjun ágúst.
Jón Gunnar með bleikjuna í byrjun ágúst.

Jón Gunnar Benjamínsson lenti í heldur óvenjulegri uppákomu í byrjun ágúst er hann var við veiði í Eyjafjarðará. Jón Gunnar veiddi bleikju sem hann síðar sleppti en eftir nánari grennslan kom í ljós að þetta var sama bleikja og hann hafði veitt fyrir þremur árum, nánast á sama stað og á sama degi. Rætt er við Jón Gunnar í prentútgáfu Vikudags um þessa lygilega fiskisögu.

-þev

Nýjast