Verktakafyrirtækið GV Gröfur er að vinna verkið fyrir Vegagerðina, sem felst í að endurvinna skeringar og skurði meðfram veginum, setja niður fjögur ný ræsi og lengja önnur fjögur. Breikka á vegrás í Klapparholt neðan við Kristnes og breikka núverandi veg úr 7 metrum í 8 metra.
Einnig á að lagfæra og bæta við rofvörn á köflum þar sem Eyjafjarðará liggur að veginum og gera öryggissvæði
ásamt rofvörn til hliðar við veginn á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum Pálma Þorsteinssonar þjónustustjóra
Vegagerðarinnar á Akureyri. Kostnaðaráætlun í þennan verkþátt var um 41 milljón króna en tilboðið frá GV
Gröfum var upp á um 24,8 milljónir króna, eða um 60%. Verklok þessa áfanga er 15. maí 2010.
Einnig á að setja vegrið á tvö kafla á þessari leið, annar er frá nyrðri Kristnessafleggjara og um 1,5 km í norður en hinn kaflinn er
norðan við Hrafnagil og nær um 1 km í norður. Pálmi segir að ástæðan fyrir þessum vegriðum sé að sjálfögðu
sú að Eyjafjarðaráin liggi alveg upp að veginum og vegriðin bæti því öryggi vegfarenda verulega. Á næsta ári á
síðan ætlunin að bikfesta þennan kafla og ganga endanlega frá honum.