Vegagerðin vill skila þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga

Akureyri.
Akureyri.

Vegagerðin hefur uppi áform um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins frá Vegagerðinni gerist þetta í kjölfar breytinga á vegalögum árið 2007 sem tóku gildi í ársbyrjun 2008. Þannig sé Vegagerðin að fylgja lögum. Síðar voru sett sérlög um að búið ætti að vera að skila þessum vegum allsstaðar á landinu fyrir árslok 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu, enda megi ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári, segir í fundargerð. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Akureyrarbæjar og þar var áformum Vegagerðarinn mótmælt.

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vegagerðarinnar um málið.


Athugasemdir

Nýjast