Lokað er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í dag en veður fer versnandi á Norðurlandi. Um kl. 14:00 í dag er spáð 30 m/s og meira. Á Facebook síðu Hlíðarfjalls segir að þetta séu veðrin sem eyðileggja tækjabúnað og annað, því sé lokað í dag. Spáin er þokkaleg fyrir morgundaginn, Gamlársdag og verður opið frá kl. 10:00 - 15:00.