Veðrið í dag og næstu daga

Akureyri í morgun/mynd karl eskil
Akureyri í morgun/mynd karl eskil

Á Norðurlandi verður vestlæg átt 5-13 m/sek, hvassast austantil. Suðvestan 8-13 í kvöld og úrkomulítið en él í fyrramálið. Norðan 8-13 eftir hádegi á morgun og snjókoma. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestan 5-13 m/s. Slydda eða rigning suðvestanlands, snjókoma norðanlands. Snýst í norðan 8-15 síðdegis með éljum á Norðurlandi en léttir um landið sunnan og vestanvert. Hiti 0 til 4 stig S- og V-lands fram eftir degi en annars frost 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Léttskýjað um allt land og talsvert frost, einkum NA-til en hlýnar og þykknar upp með slyddu eða rigningu V-lands um kvöldið.

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 en 13-20 m/s um kvöldið. Skúrir eða slydduél V-til annars skýjað en þurrt. Hlýnar og yfirleitt frostlaust um kvöldið.

Á föstudag:
Vestan 10-18 m/s. Él norðantil en bjartviðri syðra og ört kólnandi veðri. Víða talsvert frost um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir breytilega átt, stöku él og víða talsvert eða mikið frost.

Nýjast