Föstudaginn 26. júní voru 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Konráðssonar eða Nunna Konn eins og hann var jafnan kallaður. Gunnar og kona hans, Stella Stefánsdóttir, bjuggu lengst af í Búðargilinu (Lækjargötu) á Akureyri og eignuðust þau 14 börn. Afkomendur þeirra eru fjölmargir og kom hluti þeirra saman í tilefni dagsins og gerði sér glaðan dag. Þau slógu m.a. upp golfmóti Nunna Konn og að því loknu færðu þau Golfklúbbi Akureyrar vatnsbrunn í minningu Nunna en hann stundaði golf í 50 ár og var um árabil í hópi fremstu golfleikara landsins.