Varúð, ísinn á Pollinum er stórhættulegur

Mikið hættuspil að er að ana út á ísinn á Pollinum   Mynd  Vb
Mikið hættuspil að er að ana út á ísinn á Pollinum Mynd Vb

Lögreglan á Akureyri biðlar til fólks að vera nú ekki að ganga út á lagnaðarísinn sem á Pollinum er.  Ísinn er stórhættulegur , svikull og fari svo illa að gangandi falli niður  þá eins og segir  í tilkynningu Lögreglunnar ,,það verður ekki aftur tekið” 

Eins og gefur að skilja þegar sjórinn frýs þá er hann afar kaldur, og straumar  grípa fljótt þau sem hann í  falla. 

Í stuttu máli þetta er stórhættulegt, ekki  láta ykkur detta í hug að ana út á ísinn.


Athugasemdir

Nýjast